21.1.08

Franska fyrir 5-8 ára

Vinkona mín hún Sólveig Simha er að hefa frönskunámskeið fyrir börn. Sólveig er yndisleg manneskja, ljúf og skemmtileg. Hún er leikkona með próf úr hinum virta leiklistaskóla Rue Blanche. Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur sem tvítyngd börn. Ég mæli hiklaust með því að senda börnin ykkar til hennar, svo geta þau kennt ykkur það sem þau læra og svo koma allir saman til Parísar með Kristínu, eða hvað?
Því miður vantar verðið í tilkynninguna, einhver mistök hjá þeim sennilega, ég set það inn um leið og ég fæ svar frá þeim um það.

En hér er auglýsingin frá Alliance Française:

LÆRÐU FRÖNSKU

Frönskunámskeið fyrir börn hjá Alliance Française
La petite école de l'Alliance Française
býður upp á frönskunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til átta ára.
Sólveig Simha leikkona les fyrir börnin alþekkt frönsk ævintýri og sögur og byggir kennsluna á
þeim. Með því að leika sér með söguefnið bjóðast margir möguleikar til kennslu í frönsku og
franskri menningu, til dæmis með því að nemendur leika söguþráðinn, með spuna, með því að
teikna myndir, endursegja söguna og svo framvegis.
Námskeiðið gæti svo endað á því að nemendur settu upp lítinn sjónleik á frönsku þar sem hver og
einn segði sína setningu. Það er ætlað öllum fimm til átta ára krökkum hvort heldur þau eru
frönskumælandi eða ekki.
Sólveig Simha er bæði frönsku- og islenskumælandi og nýtir sér reynslu sína sem sviðsleikkona við
kennsluna.
Námskeiðið er haldið á miðvikudögum frá fjögur til hálf sex.

Alliance Française
Tryggvagata 8,
101 Reykjavik
(+354)552-3870 - Fax:(+354)562-3820
alliance(hjá)af.is


Lifið í friði.