atvinnutækið
Í dag fór ég í gönguferð með ferðalanga. Það var gaman, veðrið er með ólíkindum, það var 14 stiga hiti í nótt og örugglega rúmlega það í dag. Mýrin var troðfull af fólki, allar terrössur þéttsetnar - bæði veðrið og reykingabann innandyra spila þar inn í, ég er reyndar hálfhissa á að það megi reykja úti á terrasse, finnst það nú alveg hluti af kaffihúsinu, en þetta er kannski ágæt lausn í bili í reykingalandinu mikla, þá getur reyklausa fólkið bara verið inni í fýlu með smarta reykliðið spókar sig úti með sígó í kjaftinum. En þetta var útúrdúr.Í svona göngutúrum tala ég stanlaust, segi sögur, útskýri hluti og bara leik mitt hlutverk sem sögumaður í París. Með því að þenja raddböndin eins og ég vildi öskra, gat ég náð að kreista upp aðeins meira en hvísl Þetta var erfitt. Atvinnutækið er sem sagt farið í frí.
Lifið í friði.
<< Home