21.1.08

samskiptavandræði

Ég hitti konu í boði fyrir jólin og fékk hjá henni símanúmer og við ákváðum að tala saman eftir jólafríið um skipulagningu á heimsókn hóps á vinnustað hennar í vor. Í síðustu viku hringdi ég svo í hana og eftir að hafa skipst á venjulegum kurteisisformúlum heyrði ég að rödd hennar var mjög undarleg svo ég spurði hvort ég hitti illa á, hvort ég hefði vakið hana af blundi. Þá brast hún í grát og sagðist hafa verið að missa pabba sinn sviplega. Ég stamaði einhverjar samúðarkveðjur og henni tókst að segja mér að hún yrði í fríi út vikuna og bað mig að hafa aftur samband á mánudaginn.
Og nú sit ég hér raddlaus.

Lifið í friði.