22.1.08

þróun

Hæsið hefur þróast út í flensupest með tilheyrandi beinverkjum og almennri vanlíðan. Eitt gramm af parasetamól sló ekki einu sinni á verkina í andlitinu og gómnum.

Mér finnst það óþægilegt hvað ég verð alltaf fjári veik þegar ég verð veik, mér líður þannig að mig langar að liggja í fósturstellingunni og væla. Er ekki alltaf sagt að karlar láti svona þegar þeir verða veikir? Enn ein klisjan sem lítið er að marka, eða enn eitt merkið um að ég er karl í kvenlíkama?

Lifið í friði.