22.1.08

flugvél

Það er eins og það sé flugvél í hægagangi í húsinu mínu. Líklega er það bara harði diskurinn að taka upp úr sjónvarpinu og hljóðið magnast svona upp því mér er svo illt.
Mér er viðbjóðslega illt í höfðinu, aðallega andlitinu og gómnum. Skánaði heilmikið í eftirmiðdaginn, var næstum farin út í sólina augnablik en fann samt slappleikann og ákvað að vera þæg. Um leið og fór að dimma helltist aftur yfir mig þessi sársauki.

Ég horfði á Meet the parents á frönsku í kvöld. Alveg óvart, ætlaði bara aðeins að kíkja á hana í þeirri trú að ég myndi gefast strax upp, hef aldrei almennilega lært að sætta mig við talsetningu mynda, en svo bara var hún eitthvað svo fyndin, ég hló svo innilega þegar hann braut öskukrukkuna að ég ákvað að liggja bara yfir þessu, gæti ekki annað en gert mér gott í veikindunum.
Eiginlega er öskukrukkusenan best, en þessi mynd er samt alveg þokkalega fín. Ég sá svo aldrei Meet the Fuckers.

Lifið í friði.