21.12.07

jahá

áttaði mig ekki á því að sólstöður eru í dag fyrr en ég las það hjá Málbeini. Til hamingju með það. Þó margt sé jákvætt við myrkrið finnst mér það alltaf góð tilfinning að vita að nú fara dagarnir að lengjast á ný.
Einhvern tímann hélt ég sangria-partý á þessu kvöldi og bað alla um mæta í suðrænum og sólarlegum fötum. Ég ætlaði mér að gera þetta að hefð, árlegt uppbrot á skammdeginu. En maður er bara svo oft að ferðast milli landa eða í öðrum hamagangi á þessum degi að af því varð ekki.

En ég fer í jólaglögg í kvöld, það er nú aldeilis góð frétt fyrir mig. Að komast út. Einmitt það sem ég þarf. Ég vona bara að ég detti ekki of harkalega ofan í rúsínurnar svona eins og títt er með húsmæður sem komast sjaldan út. Sem er svo sem allt í lagi, bara að ég haldi strápilsinu og kögurbrjóstahaldaranum á réttum stöðum, að það verði enginn flennugangur.

Lifið í friði.