18.12.07

í dag

rúttaði ég til í herbergi barna minna, þau eru búlímísk í myndaframleiðslu sinni og mamman er of væmin til að henda. Þangað til að einn daginn ofbýður henni bunkinn og þá fer áreiðanlega margt í ruslið sem ætti frekar heima á safni.
Sólrún teiknar mikið af dýrum, hún er t.d. núna á fullu í jólamyndunum sem innihalda alltaf fagurkrýnd stökkvandi hreindýr, en svo segist hún ekki treysta sér til að teikna jólasvein.
Kári teiknar kalla sem eru enn bara haus með útlimi en þeir hafa allir einhvern anguværan svip sem fær hjarta mitt til að slá hraðar.

í fyrra var ég dugleg og lét Sólrúnu teikna á flest jólakortin, því miður náði ég því ekki þetta árið, sé eftir því núna eftir tiltektina.

Svo er það spurningin: Á ég að láta stóru legókubbana? Eru ekki þessir litlu nóg fyrir þau núna? Það myndi skapa töluvert pláss, ansi stór karfa sem gæti farið af gólfinu. Þau leika sér ekki oft í legó, en það kemur samt fyrir. Ég get ekki ákveðið mig og misnota ykkur því enn og aftur.

Jólatréð er komið fast ofan í blessaðan jólatrésfótinn sem á sér skrautlega sögu sem ekki verður sögð hér þar sem bókin kemur að öllum líkindum út fyrir næstu jól. Tréð er dálítið skakkt og greinarnar hafa ekki lagst niður á þessum fimm, sex klukkustundum sem það hefur staðið. Ég þrjóskast við að vera með lifandi tré, var með lánsgervitré eitt árið og það var alls ekki minn tebolli.

Annars er ég farin að finna angurværð, þrá eftir íslenskum jólum, hellast yfir mig. Fór m.a.s. á netið að athuga verð í morgun, mæ ó mæ, ekki spurning um að plönin standa.

Lifið í friði.