21.12.07

ef þetta er ekki tepoki

ég fæ engar samúðarkveðjur eða neitt svar við einu eða neinu, sit bara hér alein og hlusta á the animals in neck forest og hlýði skipunum sjúka drengsins og hef ekkert samneyti við fullorðna sem eflaust rjúka allir út um borg og bý að redda og stússast og klára og allt það
ég virðist gersamlega hafa tapað niður hæfileikanum til að hanga, rétt að ég setjist niður í bloggrúnt við og við en stuttur er hann, líklega rjúka allir út um borg og bý... og ég næ ekki að sitja og slaka á
þannig er ég í dag búin að setja í og taka úr vél, ganga frá þvottinum sem fór í vél í gær, klára að lesa yfir þýðinguna, senda hana og búa til reikninginn og senda hann, skrifa meil út af hótelpöntun í apríl, panta bílaleigubíl, baka 32 fyllt horn, pakka inn tveimur gjöfum, þrífa tölvu mannsins míns sem var eitthvað svo grá og guggin við hlið minnar, ganga frá greiðslu á skólamyndunum, borða og gefa að borða og örugglega fullt af öðrum litlum hlutum, tína upp úr gólfinu og svoleiðis endalaus húsmóðurverkefni og nú er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að gera ísinn í dag eða ekki

sem betur fer er partý í kvöld, annars gengi ég líklega af göflunum af dugnaði, heilbrigðu líferni og jólaanda

Lifið í friði