14.12.07

lappir eru til að standa á

Í sumar ræddi ég við einhverja konu um þetta óhugnalega vald sem ráðamenn eru farnir að taka sér og ég man að konan sagði að henni þætti þetta samt nauðsynlegt, þá vorum við held ég að tala um fangabúðir nútímans í Ameríku og ég spurði hana hvernig henni litist á þá tilhugsun að bróðir hennar lenti í haldi og fjölskyldan gæti ekkert gert og mig minnir að konan hafi farið undan í flæmingi, þótt spurningin hvort sem er svo mikil fásinna að það þyrfti ekki að spekúlera í þessu og nú var þetta að gerast nema það var ekki bróðir heldur systir sem var tekin höndum, ekki systir þessarar konu heldur bara svona systir okkar allra almennt og nú kannski munu Íslendingar skilja að það er ekki að ástæðulausu sem fólk mótmælir harðlega og meira að segja StebbiFr segist stoltur af Ingibjörgu sem heimtar útskýringar og að hún þurfi nú að standa í lappirnar, hann segir það, alveg satt

kannski verður þessi móðgun við íslenska hreinleikann og sakleysið til þess að við rísum upp á lappirnar og förum að vinna að friði á jörð og verndun sjálfsagðra mannréttinda, kannski en kannski týnist þetta í jólalátunum kannski hefði verið betra að hafa þetta í febrúar

Lifið í friði