bleh
Í dag var haldið upp á afmæli Kára hjá ömmunni og afanum. Fullt af frænkum og frændum og þó allir hafi fengið skilaboð um að gjafir væru óþarfar komum við með þrjá fulla poka af dóti heim.Meira dót. Einmitt það sem við þurfum inn í þessa 70 fermetra okkar.
Á morgun losna ég líklega ekki við að fara niður í metró. Mér hefur tekist að forðast það hingað til en ég er komin með óbeit á bílnum, finnst ég síkeyrandi. Í látunum í dag tókst mér að villast hrottalega á leið sem ég hef farið þúsund sinnum og leiddi það af sér heilmikinn krók og villur og komum við of seint í afmælisveisluna. Einmitt það sem við þurftum.
Það er ógeðslega kalt hérna, rakur og vondur meginlandskuldi, sem er einmitt það sem við þurfum þegar metró er í verkfalli.
Neikvæð? Ég? Nei, nei, alltaf í góðu skapi. Og nota bene, gjafirnar eru flottar og fínar, púsluspil, bækur, litir, playmo... ferlega flott og fallegt allt saman.
Lifið í friði.
<< Home