11.11.07

krísa

Ég er í krísu. Mér hefur liðið mjög undarlega síðan ég horfði á kalla standa og prísa vélina sem fór í gang. Lýsingin á nýja árfarvegi Jöklu svo kaldranaleg og hlutlaus. Spenningurinn í rödd verkstjórans eða hvað hann nú er þessi vesalings þræll sem talaði fyrir hönd risans.
Ég þakka fyrir að til er fólk sem frýs ekki heldur lætur í sér heyra.
Ég er frosin sjálf.
Frosin.
Ég kann afar illa við ljótu hugsanirnar sem skjóta upp kolli í mínu fagra höfði.
Ég er friðarsinni og tel að allir geti verið vinir.
Hversu barnalegt og fáránlegt sem það kann að hljóma.
Farðu úr huga mínum vonda hugsun.

Ég óska þess innilega að Náttúruvaktin, Saving Iceland og Framtíðarlandið nái að vinna saman, leggja saman krafta sína og koma í veg fyrir frekari framkvæmdir.

Ég þakka öllum sem eru að gera eitthvað til að vinna gegn þessu. Hvernig sem þau fara að því. Engin ein aðferð er rétt. Allt er hluti af réttu átaki.

Lifið í friði.