15.11.07

alltaf að læra

Ég lærði heilmikið af The Queen í gær. Ég vissi t.d. ekki að Díana hefði dáið... nei, djók, en ég vissi ekki að drottningin væri gift. Vissuð þið hin það?
Það eina sem ég hef út á Stephen Frears að setja, er að hann er alltaf eitthvað svo óaðfinnanlegur. Það er eitthvað sem truflar mig við þetta átakalausa, léttfyndna, léttalvarlega, léttkryddaða form sem hann notar í hvert einasta skipti. Þyrfti að endurskoða My Beautyful Laundrette, var hún líka svona?

Annars urðu samgönguverkföll til þess að kellingin dreif sig í gær með hjól hjónanna í viðgerð. Hjól kallsins var búið að vera að drabbast niður í mörg ár, kellingunni til mikillar armæðu, hjól kellingarinnar sjálfrar var með sprungið dekk síðan fyrir ca 4 vikum (eða eitthvað, ég hef ekki snefil af tímaskyni, er í alvöru talað kominn miður nóvember?). Allt var lagað og pumpað og rétt af í stóru íþróttabúðinni og ég pínd til að vera þar í hálftíma að skoða íþróttadót og vitanlega kaupaði ég mér eitt par hlaupaskó! Ég fékk þá á 26 evrur, stóðst vitanlega ekki mátið. Nú er að sjá hvort ég hlunkist fleiri hringi, þetta verður erfitt, 3ja vikna hlé, gat náttúrulega ekki mætt á þriðjudaginn með æluna í hálsinum.
Hlaupaskór. 38 ára kelling að skrifa ritgerð fyrir skólann og kaupa sér hlaupaskó. Ætli það sé ÉG sem er komin með gráa fiðringinn?

Lifið í friði.