8.8.07

Martröð

í morgun vaknaði ég upp með andfælum.
Mig dreymdi að ég skildi börnin eftir í bílnum og fór eitthvert. Kom svo til baka og þá sat afi minn heitinn með bók í aftursætinu í stað Kára í bílstólnum sínum, ég hrökk illilega við og lét mig vakna meðan ég var samt að reyna að kíkja betur inn í bílinn til að sjá hvort börnin væru þar líka eða hvort þau væru horfin.

Og allur dagurinn er búinn að vera hálfskrýtinn, ferlega sakna ég barnanna og ferlega er ég hrædd um þau.

Svo er ég eitthvað lost í sambandi við allt þetta helvítis dæmi.

Ég er í fýlu.

Það er rigning.

Lifið í friði.