10.8.06

Árni Tryggvason

er maður dagsins hjá mér.

Hann er aðalpersónan í lítilli heimildarmynd í þáttaröð um hefðbundna matargerð sem Arte ætlar að sýna bráðlega með frönskum texta. Hann reykir og drekkur brennivín, veiðir fiska og sleppir þeim litlu. Hann dansar við konuna sína sem elskar hann greinilega. Hann syngur í heitum potti með útsýni út á haf og skálar við gamlan vin.

Mig langar heim í heiðardalinn.

En í staðinn ætla ég að fara í göngutúr um París með ferðalanga í 21 stiga hita. Veðrið er alveg stórkostlegt og París í ágúst er svo þægileg þar sem mun minna er af bílum og Parísarbúum sem eru að stressa sig. Meira svona rólegheit og frístemning og þegar veðrið er svona mátulegt þá eru allir kátir og sérstaklega ég.

Lifið í friði.