7.8.06

hetja helgarinnar

Ég treysti því að verða ofarlega á lista í vali Rásar 2 á hetju helgarinnar.
Ég fór í þrjá göngutúra með íslenska ferðalanga sem völdu sannarlega rétta áfangastaðinn veðurlega séð, en hér er 24 stiga hiti, smá ský og létt gola. Fullkomið ferðaveður.
Ég er búin að fara í sund með börnin, þvo öll fötin úr ferðalaginu OG brjóta allt saman, sækja netbox OG setja það upp, elda fisk í raspi og fleira góðgæti og er nú að lesa yfir ferðasöguna sem mun birtast einhvers staðar einhvern tímann og kannski hjálpa Íslendingum að skipuleggja skemmtilega ferð um franskar sveitir.
Ég er hetja.

Svo er náttúrulega spurning um að kjósa Villta tryllta Villa sem kláraði tvær viskíflöskur í gær og er langt kominn með aðra í dag enda svo kúl að hann ætlar sko að mæta fullur í vinnuna á morgun.

Lifið í friði.