7.8.06

Bara varð

að prófa að blogga liggjandi eins og klessa í stofusófanum. Gaman að vera þráðlaus. Og mér skilst að ég sé komin með óteljandi nýjar sjónvarpsstöðvar, m.a. AL Jazeera barnastöðina, allar héraðsstöðvar Frakklands, GOD TV og eitthvað álíka krassandi.
Á listanum voru líka BBC og fleiri spennandi stöðvar, en fyrir þær þarf að greiða svo þær komu gráar en ekki svartar á listanum á skjánum okkar.

Ég ligg sem sagt hér eins og klessa búin að redda þráðlausa netinu, en þori ekki fyrir mitt litla líf að prófa að kveikja á sjónvarpinu, fjarstýringin virkar mjög flókin og fjandsamleg. Kallinn minn var að stilla þetta áðan og þá sá ég þessi spennandi nöfn þarna. Kannski gæti ég núna verið að horfa á skemmtilega messu hjá sértrúarsöfnuði? Hvílíkur missir!

Kannski ég prenti ferðasöguna út og renni yfir hana. Er einhver sjálfboðaliði í yfirlestur?

Annars er ég reglulega svekkt yfir því að enginn kom með íslenskt orð yfir antiamericanisation, sem ég skrifaði antíameríkanísasjón og finnst gersamlega ómögulegt orð. Andbandaríkjun? And-bna-væðing? Andameríkuvæðing? Andnorðurameríkuvæðing? Andlaus.

Lifið í friði.