5.8.06

vonandi skemmtið'ykkur vel...

Já, ég man eftir mér unglingi í Þjórsárdalnum og finnst einhvern veginn eins og lagið um fulla krakka að leita að tjaldinu sínu hafi verið til þá en þeir sem komu fram voru HLH með Siggu Beinteins á kasettu því hún var örugglega í Galtalæk og Skriðjöklar þvældust líka berrassaðir um sviðið um tíma og skemmtu sér vel.
Mikið vorum við vinkonurnar fegnar þegar mamma og pabbi komu að sækja okkur degi of snemma enda orðnar hundblautar og frekar þreyttar á fullu fólki. Það kvöldið fórum við einmitt í bíó að sjá goðið okkar Bowie á tónleikum og lentum í fínni stemningu með hinum hræðunum í salnum og ég hét því að ég myndi fremja sjálfsmorð ef einhvern tímann mér tækist að komast á alvöru tónleika með honum og nú hef ég farið hva... þrisvar? Og dettur þó ekki í hug að ég hafi enn prófað allt sem þess virði er að prófa en maður hugsaði náttúrulega öðruvísi þegar maður var unglingur í skóginum með fyllingar í tönnunum.

Mér þykir leitt að hitabylgju skyldi hafa verið lofað og ekki staðið við og vona að þið munið að kjósa rétt næst.

Býst við að margir séu á Innipúkanum.

Og nenni ekki meiru nema að ég verð auðvitað að segja ykkur frá því, svo þið hættið að vorkenna mér, að ég er aftur komin með háhraðanettengingu. Og bráðum get ég tekið við Canal plús í version originale og horft á bíómyndir og þætti ótalsett. Það verður sko lúxus.

Lifið í friði.