systir
Systir mín er í útvarpinu að tala við Lísu Páls. Hún er stjarna, þó hún sé KRingur í Breiðablik. Þátturinn var á dagskrá á föstudaginn.Hér rignir eins og hellt sé úr fötu, börnin og kallinn úti, ég í tölvunni og narta í fíkjur og möndlur, barnaafmæli seinna í dag, eins gott að hann hætti að rigna, það er heitt, ég hef brennandi áhuga á einhverju en ekki því sama og systir mín, en það skal nú viðurkennast að þökk sé fótboltanum hef ég nú náð að ræða aðeins við manninn minn, hann hefur annað augað á sjónvarpinu á kvöldin en leyfir mér svo að tala og mala, nú segir systir mín að íþróttaáhugi sé á heimilinu, það er satt að stundum horfði ég á fjölskylduna mína stökkva upp úr sófanum og fagna og spurði mig hvort ég væri ættleidd, úpps nú spurði Lísa um eiginmann systur minnar, hann er ekki til, systir mín hefur aldrei verið við karlmann kennd enda smekkmanneskja þó hún sé KRingur í Breiðablik og vill heldur konur, ég nenni engu, þarf að taka niður fatapoka og athuga hvort ég sé með eitthvað að láta Evu Sól fá af Sólrúnu, hvað er þetta með Sólarnöfnin þessa dagana, var að eignast Sóley frænku, jæja þetta er farið að verða tóm vitleysa, sunnudagur á að vera sólardagur, hvað er þetta, ætlar hann ekki að hætta að rigna?
Mér finnst vert að taka það fram að ég er hætt að segja fólki hér frá þessari hneisu yfir 14.000 krónunum sem þarf að reiða fram til að horfa á HM. Reyndar fann Hnakkus leið til að horfa ókeypis í tölvunni. Það er flott hjá honum. Ég bara næ því ekki að auglýsendur hafi ekki beitt þrýstingi, það hlýtur að koma niður á þeim, færri horfa á keppnina en ella.
Lifið í friði.
<< Home