komiði fljótt aftur
... það er svo gaman þegar þið farið!Þetta er brandari sem við vinirnir notuðum lengi á táningsárunum og fannst alltaf voða fyndinn.
Ég sakna mömmu minnar svo mikið núna.
Meira en í vikunni áður en hún kom.
Erfitt að vera alein í útlöndum þó ég sé náttúrulega ekkert alein.
Fullt af fólki hjá mér sem væri erfitt að skilja eftir ef ég flytti til Íslands.
Erfitt að vera rifin í tvennt.
Mahna Mahna kom mér í smá gott skap.
Mig dreymdi súrrealískan draum í nótt um að ég væri að flytja til Íslands. Var með alls konar húsgögn sem ég gerði mér grein fyrir að væru að hrynja í sundur og hafði áhyggjur af því að koma þeim ekki í lóg áður en ég þyrfti að fara. Svo var frænka mín að missa móður sína (sem dó fyrir mörgum árum síðan) og ég flýtti mér að hringja í hana til að segja henni að ég myndi þurfa húsgögn. Frekar óhugnalegt. Óþægilegur draumur. Allt í kringum mig var skítugt og brotið og ógeðslegt og svo var ég svona hrikalegur ruddi. Hvað táknar svona draumur?
Og nú fer ég að vinna. Svara tölvupóstum og skipuleggja hitt og þetta. Ditten og datten. Mega fimm fá súkkulaði en 8 jarðarber? Eru rúturnar ok? Klukkan hvað viljið þið hitta mig? Er ekki gaman að vera til þrátt fyrir allt? Jú.
Og nú geri ég prógrammið fyrir frænkuferðina í júní. Þýðir ekki að hika, það er víst það sama og að tapa, er það ekki?
Er það satt að Blue Lagoon hafi keypt gufuna á Laugarvatni? Mér finnst það óhugnaleg tilhugsun, leit á hana sem þjóðareign, hluti af landinu og vatninu og fáránleg tilhugsun að þetta geti gengið kaupum og sölum. En það er nú hægt að selja ömmu sína ef viljinn er fyrir hendi og sumum virðist þykja það hreint allt í fínasta.
Lifið í friði.
<< Home