8.4.06

getraun II

Parísarkvikmyndagetraun. Ég fæ þessar upp úr lítilli bók með leikjum um París, Paris en Jeux e. Michel Clavel, útg. Parisgramme.

Fyrsta spurningin var í hvaða mynd Fred Astaire syngur á Champs Elysées. Hann gerir það í myndinni "Drôle de Frimousse" eða "Funny Face" e. Stanley Donen 1957.

2. Í hvaða mynd sjáum við Daniel Day-Lewis vafra angurvær um Tuileries-garðana?
Aukaspurningin verður þá að vera: Í hvaða bók er nafnið á Tuileries-görðunum útskýrt á vafasaman máta?

Þessi leikur er fyrir okkur sem erum ekki bara í tölvunni í vinnunni á virkum dögum.

Lifið í friði.