7.4.06

sjùonvqrp

 Eina ástæðan fyrir því að á þessu heimili er haldið sjónvarpsloftneti og áskrift að Canal+ eru íþróttir.
Maðurinn minn fylgist af miklum áhuga með rugby og hefur áhuga á "mikilvægum" fótboltaleikjum. Ef ekki væri fyrir íþróttir, værum við sammála um að vera ekki með tengingu við loftnet.
Ég horfi núna á "Without a trace" á sunnudagskvöldum og hef gaman af. En það er ekkert sem ég gæti alls ekki misst af.
Annars felst aðalnotkun sjónvarpsskjásins í að horfa á upptökur, jú stundum úr sjónvarpsdagskrá, en oftast nælum við okkur í myndir á bókasafninu eða hjá vinum.
Undanfarið höfum við verið að horfa á "Friends" aftur, byrjuðum á Íslandi um jólin vegna þess að fyrsta serían lá þar fyrir okkur og erum búin að fikra okkur upp í 7. seríu. Þrykkjugóðð afþreying.
En mikið er ég alltaf jafnhissa þegar ég lendi inn í sjónvarpsdagskránni meðan verið er að skipta um spólu. Er til fólk hér í Frakklandi sem horfir á þetta drasl sem verið er að bjóða upp á kvöld eftir kvöld?

Lifið í friði.

p.s. titillin er sjónvarp skrifað á franska lyklaborðið.