30.3.06

rauðvín og söngur í rigningu

Það rigndi hjá sólkonungnum í allan eftirmiðdaginn. En hópur af íslenskum syngjandi víkingum lét það nú ekki á sig fá. Nýttum okkur marmarasúlugöng til að fá okkur rauðvín, osta og hráskinku og kórinn tók nokkur lög. Þangað til að verðinum fannst nóg komið því vitanlega eru öll svona hátíðahöld bönnuð nú á tímum. Það er af sem áður var þegar konungar tóku léttan ballett á góðum stundum og leyfðu Molière að vera með ádeiluleiksýningar sem allt liðið hló að um leið og það hélt áfram að níðast á lýðnum.
En þetta var mjög gaman, engar sektir og allir kvöddust sáttir. Yfirvörðurinn fékk það sem hann vissi um Ísland staðfest hjá okkur: við erum jú trúaðasta þjóð Evrópu og minnsta glæpatíðnin er hjá okkur. Gleymdirðu nokkuð að læsa bílnum elskan?

Ég er ekki enn búin að fá dagatalið, en ég sendi þessum kór geisladisk sem var mánuð á leiðinni heim svo ég örvænti nú ekki.

Lifið í friði.