1.4.06

ferlegt og ekki

Ég var með nýja hugmynd um sérnafn sem viðbót við færslu Ármanns um slíkt en nú er það horfið úr huga mínum. Reyndar er ég tóm enda klukkan að ganga eitt og ég á að vera löngu sofnuð.

Tónleikar á morgun, allir velkomnir enda enn smá pínu húsrúm. Stefnir í stórfínt dæmi, sendiherra og RÚV á svæðinu ásamt VIP liði á borð við mig. Mætið hress. Nánari upplýsingar á parisardaman.com

Fór í útvarpsviðtal í dag. Svo stressuð að ég man ekkert hvað ég sagði. Eitthvað um rómantík og savoir vivre og örugglega fleiri klisjur. Og gleymdi alveg að spyrja fyrir hvaða þátt á hvaða stöð og hvaða dag þessi væntanlega fína auglýsing var... bara ég í hnotskurn... ég er svo þreytt að ég get ekki farið að sofa. Nú er ég farin að sofa. Góða nótt.

Lifið í friði.