24.2.06

fætur

Þegar ég var barn að læra að tala var því hamrað inn í höfuð mitt að fætur væri karlkynsorð. Margir fætur, langir fætur.
Þegar ég heyri konuna syngja á barnaplötunni úr smiðju Siggu Beinteins að Óli prik sé með langar fætur verð ég svo pirruð að mig langar mest til að rífa diskinn úr tækinu og brjóta hann. Á ekki að sekta fólk fyrir svona villur sem munu prentast inn í börnin okkar? Á ekki að láta hana innkalla diskana?
Pirrar þetta engan nema mig? Hlustar kannski enginn á barnalög úr skólanum hennar Siggu?

Lifið í friði.