21.3.06

ömurð

Frábær ljóð í frábærum upplestri í Kastljósi síðasta föstudagskvöld.
Og nú hefur sannarlega bæst við kafli í grein sem Davíð nokkur lofaði í Lesbók á dögunum um stöðu ljóðlistar á Íslandi í dag.

Ég á stefnumót við bankakall kl. 10 og tannlækni kl. 16. Ömurlegur dagur.

Það verður allsherjarverkfall á fimmtudag og skóli dóttur minnar hefur tilkynnt þáttöku. Hver vinnustaður kýs innbyrðis hvort það verður lokað eða ekki. Og hver starfsmaður má reyndar fara í verkfall einn og sér líka þannig að sumar skrifstofur þrjóskast við að opna en eru á hálfum hraða.
En það stefnir í góða þáttöku á fimmtudag og það er næstum sama hvert maður fer, í búð eða á bókasafn, maður spyr um verð á peysu eða hvort þessi bók sé til og fær til baka skítkast út í forsætisráðherra. Ég hélt fyrst að fólk gerði sér grein fyrir að ég væri móðir lítilla barna en í gær hljómaði það frekar eins og konan hefði áhyggjur af því að ég sjálf fengi svona samning í hausinn. Eins og þið vitið er þetta fyrir fólk upp að 26 ára og ég er örlítið eldri en það. Örlítið. En alltaf jafnungleg og sæt. Ræð ekkert við þetta.

Ég verð líklega með fimm börn í hádegismat á fimmtudag í staðinn fyrir að standa öskrandi niðri í bæ.

Lifið í friði.