í lestinni
Þegar ég er í neðanjarðarlestinni man ég alltaf svo vel alls konar smáatriði sem ég þarf að gera, ganga frá, muna seinna. Svo man ég þau aftur næst í lestinni og hef ekki leyst úr þeim.Núna ætla ég að leysa eitt sem hefur bagað mig. Svara Rustukusu tveimur spurningum sem hún bar fram í athugasemdakerfinu mínu einhvern tímann fyrir löngu:
Ég hef ekki hugmynd um hvað bókin um húsmæðurnar heitir, né eftir hvern hún er. Það kemur út ógrynni af svona bókum í Frakklandi og ég vissi það þegar ég las umsögnina um hana að ég myndi aldrei nenna að lesa alla bókina. Þess vegna skrifaði ég það hvergi hjá mér.
Gulrótarsúpan sem ég fékk mér um daginn var nú bara úr flösku keyptri í búð. Hér er hægt að kaupa góðar og ferskar súpur í glerflöskum sem geymast ekki lengi í kæli og stundum geri ég það, sérstaklega ef mér finnst ég vanta vítamínbúst en veit að ég nenni ekki að elda. Annars er mjög auðvelt að gera grænmetissúpur, maður bara sker gulrætur í sneiðar og sýður með einhverju kryddi (bouquet garni), sjávarsalti, svörtum pipar, sellerí, paprikur, laukur eða hvað sem þér dettur í hug með. Svo má sjóða lengi lengi og mauka með gaffli eða í vél eða með töfrasprota. Eða borða með léttsoðnum bitunum. Eða eitthvað. Bregst aldrei svona súpuseyði. Alltaf gott.
Voilà. Þungu fargi af mér létt.
Farin inn að lesa bréfin hennar Guðrúnar Borgfjörð til Finns bróður.
Lifið í friði.
<< Home