21.2.06

hundaveður

Eins og ég hef skrifað í þá fjörtíu tölvupósta (bókmenntalegar ýkjur) sem ég hef ritað í morgun, er ömurlegt veður hérna. Bæði kalt og rigning. Það á ekki saman. Kuldi á að vera sólríkur og rigning á að vera hlýr úði. Þá er gaman að vera til. En ekki í dag.
Þess vegna ætla ég í bæinn á kaffihús með vinkonu minni sem er heimspekimenntuð og er að skrifa doktorsritgerð um konur. Hún er það eitt af því fáa sem getur bjargað svona andskotans niðurrífandi helvítis veðurfari sem gerir það að verkum að mann langar mest af öllu að skreppa á vídjóleigu og leigja alla fyrstu seríuna af Dynasty. Dynasti var góður heimur. Þar voru engir arabar, bara fullkomin femme fatale með langar neglur og lakkaðar og önnur rosalega góð. Báðar ríkar. Og engir arabar.

Lifið í friði.