merkilegt
Fyrirsögnin er tengill í frétt.Mér finnst þetta mjög merkilegt og áhugavert allt saman.
Það er alveg satt sem kemur þarna fram að það er orðið þreytandi hvernig allt í þjóðfélaginu er farið að túlkast sem verslun og viðskipti. M.a.s. nemendur líta á kennara sem einhvers konar þjónustuaðila og álíta að léleg kennslustund sé fjárhagslegt tap.
Mér leiðist verslun og viðskipti og það er það eina sem truflar mig við parisardaman.com vinnuna mína. Ég veit ekkert erfiðara en að verðleggja mig og er alltaf jafn hikandi og hikstandi þegar ég geri tilboð. Ég skammast mín þó ekkert fyrir að taka greiðslu fyrir vinnuna mína, þjóðfélagið býður því miður ekki annan kost. Ég bara er alltaf hikandi um það hvers virði ég er í peningum. Ein af eftirlætis kenningum mínum er sú að konur eigi erfitt með að verðleggja sig og semja um laun vegna eilífrar klifunar á hórdómi þeirra áður fyrr. Elsta starfsgreinin og lengi sú eina sem konur fengu greitt fyrir. Ég trúi þessari klisju ekki en held að okkur konum finnist við alltaf vera í vændi þegar að peningum kemur.
Annað í sama dúr var greinin frá Sigurði A. Magnússyni í Lesbókinni á dögunum (ekki síðast heldur þarsíðast). Merkilegt. Lásuð þið hana? Ef ekki, drífið þá í því, þið verðið örugglega jafn hissa og ég var.
Lifið í friði.
<< Home