19.2.06

lífrænt er lífvænt

Þetta er fín grein. Stutt og laggóð og segir það sem þarf. Ég er reyndar frekar til í að losa okkur við orðið lífrænt og setja lífvænt í staðinn. Eða eitthvað annað ef einhver kemur með betra orð. Nota lífvænt þangað til.
Vinkona mín sem rekur lífvæna kaffihúsið Optimistann í Óðinsvéum sagði mér um daginn að lífvænar vörur kosti þrisvar sinnum meira á Íslandi en í Danmörku. Það er hneisa. Ég veit að allt matvöruverð er hneisa á Íslandi en það er samt ekki svona slæmt, er það?

Annars er ég að bilast, mig langar svo mikið í nóakropp að ég myndi borga fjögurþúsundkall fyrir poka einmitt núna. Ef maður með klaufir og horn berði að dyrum og byði mér poka, gæfi ég honum sál mína. Hún er líklega sirkabát fjögurþúsundkalls virði, blettótt og auvirðileg sem hún er.

Lifið í friði.