12.1.06

hégómi

finnst mér skemmtilegt orð. En það passar nú samt ekki inn í þýðinguna núna. Kannski fæ ég einhvern tímann tækifæri til að koma því að í auglýsingapésa:
Vertu hégómleg og stolt af því. Veldu vörunar frá okkur.
Boðháttur svínvirkar.
Ég er greinilega í þörf fyrir að tjá mig en hef bara ekkert að segja sem er sorgleg tvenna. Jú, eitt. Í gær skrifaði ég pistil um DV sem datt út fyrir klaufagang hjá mér. Þar skrifaði ég það sama og Ármann um að mér þætti reyndar ýmislegt gott við DV. En mér finnst nú samt of mikið vont til að geta verið sammála honum og fleirum um að gefa þeim séns. Ég vil a.m.k. sjá "mun skýrari línur í siðferðisstefnu þeirra" eða eitthvað annað ámóta gáfulegu lofuðu áður en ég fyrirgef þeim á ný. Ég hef aldrei á ævinni keypt DV, held ég. A.m.k. ekki í mörg mörg ár. Hins vegar valdi ég mér það úr blaðakerrunni í flugvélinni um daginn manni mínum til ómældrar undrunar. Og fannst ýmis skot á pólitíkusa í litlu fréttunum ágæt. Þeir þora, en þeir kunna sér ekki hóf. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ég vil frekar sjá fólk sem kann alls ekki með vín að fara hætta alveg en að lofa sér og öðrum að þeir geti breytt sér. Vá, metafóra fletafóra. Ég vildi að Proust væri hérna til að sjá þetta.

Og hvernig fer Ármann nú að því að sjá að ég setti tengil á hann í pistlinum?

Lifið í friði.