5.1.06

think pink

eða eitthvað svoleiðis jákvætt. Er bleikt ekki jákvætt?
Í upphafi dvalar minnar hitti ég Gvendarbrunn, Hildigunni og Eyju á Mokka. Svo hitti ég Huxy í Hagkaupum í Skeifunni og einnig í áramótapartýi. Þar voru einnig Kókó sem ég á eftir að bæta á tenglalistann, dríf í því bráðum, lofa, hún er vinkona Farfuglsins sem er einn af fyrstu bloggvinum mínum en ég hef aldrei hitt. Í gær kom ég heim til Ljúfu en hún var að vinna svo ég hitti bara manninn hennar. Já, Davíð Þór var líka í áramótapartýinu en þar sem hann er stjarna þorði ég ekki að tala við hann.

Þetta var svona blogghittingauppgjör. Uppgjör. Upp.

Mér líður undarlega. Drakk kampavín og hvítvín með góðri sjaldséðri vinkonu og er rykug í dag. Verð að rífa mig upp þar sem ég þarf að mæta í morgunkaffi til annarrar sjaldséðrar vinkonu sem fjölgaði sér á árinu og skírði dóttur sína í höfuðið á mér þar sem ég er svo heppin að vera nafna ömmu einnar. Svo þarf ég í bæinn að gera dútl og ditl og svo verður kaffisopi með einni vinkonu sem bloggar ekki en var samt í áramótapartýinu og svo matur með ömmu og öllum hinum hér. Svo nær maður kannski að troða ofan í töskurnar og hver veit nema smá svefnhöfgi renni á mann og svo er það keflavíkurvegurinn yndislegi sem ég óttast kannski einna mest í lífinu og svo flugvélin sem ég óttast ekki neitt. Svo er maður bara kominn heim. Og ekki byrjaður neitt að ráði á þýðingunni. Og um helgina verða góðir vinir hjá okkur á leið heim til Kanada eftir jólafrí á Normandí í 10 stiga frosti. Þetta er algerlega að verða leiðinlegasti bloggpistill ever.
En það er gott að maðurinn vondi í Ísrael er að yfirgefa okkur. Megi hann þjást... eða ekki...

Lifið í friði.