friður sóun koss o.m.fl.
Ég get lofað ykkur því að eftir hópvangadansinn sem ég og nokkrir vinir dönsuðum undir Garðari Cortez í gær eru meiri líkur á friði í heiminum.Ég er á því að á hverju ári ætti að fara fram minningarathöfn um allt það áfengi sem hellt er niður af Tollinum og reyndar bara allar þær matvörur sem eytt er á hverju ári til að viðhalda framleiðslunni í þessum snarklikkaða heimi sem við búum í. Af hverju má aldrei neitt vera gefnis? Af hverju er ekki hægt að senda fátæku ríkjunum umframvörur?
Dagurinn í gær var óhugnalega fallegur og skipti engu þó tærnar frysu næstum af mér í göngutúrnum, Ísland er óneitanlega fallegt land og vel staðsett.
Ég hlakka til morgundagsins. Mér finnst rakettur skemmtilegar þó ég sé tiltölulega nýlega farin að þora að halda á blysi og hafi enn ekki sent rakettu sjálf upp í loftið og sé alltaf sannfærð um það að ég eða einhver mér nákominn muni missa augað á þessu kvöldi.
Ekki spillir fyrir að ég er á leiðinni í partý um nóttina... munur að vera svona miðsvæðis og geta gengið...
Ég hitti bloggvin á förnum um daginn og við kysstumst gleðilega hátíð enda vorum við orðin dús eftir súkkulaðibolla á Mokka.
Ég kemst hins vegar áreiðanlega ekki að sjá hann á sviði í kvöld, það er einfaldlega of mikið að gera við að sinna hittiþörf vina og kunningja auk þess sem ég er með tvö kíló af beinum, hausum og sporðum sem þarf að sjóða til að undirbúa súpuna fyrir annað kvöld.
Þegar maður heyrir útlensku talaða í Reykjavík þarf maður nú að hugsa sig um og skoða fólkið: Túristar sem verið er að mergsjúga í fínu búðunum og á dýru kaffihúsunum eða ódýrt vinnuafl sem verið er að mergsjúga á stofnunum eða í verksmiðjum?
Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs fullu af ást og hamingju.
Lifið í friði.
<< Home