11.1.06

veit ekki

Ég er tóm.
Mér leiðist.
Mig langar svo á Klimt sýninguna í Grand Palais og melankólíusýninguna líka. Og Da Da í Pompidou. Í staðinn er ég föst yfir brauðstriti í tölvunni. Ég veit ég á ekki að kvarta en ég er galfokkingtóm en samt í tímaþröng.
.
.
.
Djöfulsins DV.
.
.
.
Gott á Íslendinga með Tarantino. Þekki mann sem heyrði vel í honum á veitingastað í litla smábænum Reykjavík og það voru eingöngu dónabrandarar sem fuku við borð hans. Þetta er subbukall og fyndið að Íslendingar skuli lepja upp slepju um að það sé svo kúl að fá hann í heimsókn. Maðurinn er viðurstyggð. Ókei, sumar myndirnar hans eru góðar eða allt í lagi en kommon. Hann er deli og dregur að sér dræsur af því hann er deli með péning. Og hvað með það?
Hefur einhver farið á djammið í Madrid? Eða Bournemouth? Haldið þið virkilega að þetta sé ógeðslegra á Íslandi? Djamm er kannski alls staðar frekar ógeðfellt. Það er a.m.k. ógeðfellt að horfa upp á fólk sem er ekki sjálfrátt vegna drykkju. En það er ekkert verra á Íslandi heldur en annars staðar. Held ég.
Veðrið er grátt en mikið er nú samt gott að vakna snemma og samt er farið að birta.
En voðalega sakna ég samt Íslands. Mömmu.

Lifið í friði.