13.10.05

heimkoma

Ég var síst að skilja pirringinn í mér. Búin að opna búnka af gluggaumslögum og rita langan lista af fólki og stofnunum sem þarf að hringja í en veigra mér við það því ég er hálfraddlaus. Stofan troðfull af ferðatöskum troðfullum af sandi og skítugum fötum (en umm hvað saltlyktin er samt góð). Enginn sjór fyrir utan gluggann, engin mamma og pabbi, bara hversdagurinn kominn aftur. Ég var síst að skilja þetta þar til mér var gengið inn í svefnherbergið og sá þar kaffibollann minn ósnertan og ískaldan. Ha? Gleymdi ég að drekka kaffið mitt? Það hlaut að vera!