19.9.05

Kristínarguðspjall 23.5

1. Go into your LJ’s /blogs archive.
2. Find your 23rd post (or closest to).
3. Find the fifth sentence (or closest to).
4. Post the text of the sentence in your blog along with these instructions.

Sem minnir á Íslandið góða.

27. júní 2004 skrifaði ég víst 23. pistilinn, ef ég taldi rétt. Vísunin í Ísland var vitanlega kvörtun yfir kulda hér í París.

Ég lofaði mér aftur í vinnu á miðvikudag. Við sem vinnum sjálfstætt könnumst öll við það hversu hrikalega erfitt og ómögulegt og mikið tap er alltaf í því að segja nei. En ekki ætla ég að kvarta. Aldrei má taka dæsi mínu um mikla vinnu sem nöldri, mér finnst gaman að vinna og veit að ég vinn töluvert færri stundir á viku en flest það fólk sem ég umgengst.

Ég er í brjálæðislega góðu skapi. Alveg að tapa mér hérna, langar að dansa og syngja af lífs og sálar kröftum. ÉG ER AÐ FARA Í FRÍ!!!!
En í staðinn ætla ég að ganga hljóðlega um, taka úr vél og setja í aðra, taka smá til og taka mér svo pásu með bók þar til Kári litli vaknar. Þá förum við að sækja Sólrúnu í skólann og förum út í garð að róla og hver veit nema ég sleppi mér þar, maður getur til dæmis dregið börnin í fótbolta og skrækt og skríkt með góða afsökun. Af hverju ætli maður megi ekki bara hoppa og skríkja óforvarendis á almannafæri? Gera það ekki allir heima hjá sér stundum? Af hverju er maður ekki hömlulaus eins og lítil börn, það hlýtur að vera hollara fyrir geðið.

Lifið í friði.