20.9.05

til umhugsunar

Eitthvert skáldanna og hugsuðanna sem ég les stundum sagði um daginn að auðveldara væri að skapa umræðu en umhugsun.
Ég sendi nokkrum vinkonum og einum vini hjálparbeiðni í morgun vegna reiknings sem ég þarf að gera. Spurði hvað ég ætti að biðja um mikið. Ég fékk svör um hæl frá stúlkunum sem töluðu um 1000-1500 krónur á tímann. Eftir nokkra klukkutíma fékk ég svar frá dregnum sem talar um 3-4000 krónur á tímann.

Þarf að bæta einhverju við þetta? Já, kannski er rétt að geta þess að drengurinn er einn af þessum mjúku karlmönnum og er alls ekki iðnaðarmaður á rosalaunum heldur láglaunaður háskólakarl.

Lifið í friði.