19.9.05

klukk í borg

Já, ég var víst klukkuð af Ljúfu. Hér koma því fimm staðreyndir um mig. Ég ákvað að þetta þyrfti líklega að vera eitthvað sem ekki hefur komið fram áður hérna. Veit þó ekkert um þennan leik og tek þátt í honum algerlega græn. Hugrökk er ég.

1. Ég er mjög sátt við að eldast (því ég held ég þroskist aðeins sem er kannski ranghugmynd) en mér finnst samt erfitt að finna fyrir hrörnun líkamans.

2. Ég var mjög góð í stærðfræði í skóla en á nú í stökustu vandræðum með einfaldan hugarreikning.

3. Mér finnst súkkulaði svo gott að ég gæti líklega lifað á því einu. Helst svart og vel svart, en mér finnst samt bæði hvítt og ljósbrúnt líka frábærlega gott.

4. Ég var viðbjóðslega afbrýðisöm í fyrstu ástarsamböndum mínum en mamma kenndi mér að vinna bug á þeirri leiðu tilfinningu.

5. Mig langar ofboðslega mikið í bíl með loftræstingu þó það gangi þvert á allt sem ég tel mig vera: alls ekki spennt fyrir bílum, sérstaklega óhlynnt dýrum og "fansí" bílum og gersamlega á móti því að menga loftið í kringum mig meira en ég þarf sem er einmitt helsti fylgikvilli loftræstra bíla, menga víst átta sinnum meira en venjulegir bílar.

Þar hafið þið það.

Ég klukka Hildigunni, Ingólf, Hönnu litlu, Ernu og Farfuglinn.

Lifið í friði.