6.10.05

elskurnar mínar

Thar sem ég ligg eins og hvalur á strámottu á strond í sól og sumaryl, thegar eg geng óoruggum skrefum út í svalan sjó, thegar ég skrepp á barinn og kaupi mér tapas, thegar ég dansa fugladansinn med bornunum og afanum, thegar fyrsta rosavínsglasid er fyllt og bara meira ad segja thegar eg skríd í rúmid adframkomin af drykkju og sól erud thid alltaf fremst í huga mínum.
Ég bara get ekki haett ad hugsa um ykkur. Vorkenni ykkur ógurlega fyrir fjarveru mína. Ad thid skulid ekki oll geta verid hérna med mér á strondinni.
Sjórinn er náttúruundur og samt staersta klósett og ruslatunna í heiminum. Skamm skamm fólk og menning sem rímar vid kenning. Skamm skamm bresk lyklabord sem eru ekki med íslenska stafi. Skamm skamm Kristín fyrir ad vera hér inni á bresku netkaffi í stadinn fyrir ad sitja í sandinum med fotu og skóflu og alsael born.
Hélt ég vaeri ad fara til Spánar en hef ekki hitt einn einasta Spánverja enn. Smá ýkjur en ekki miklar samt. Hér hafa Bretar numid land enda ólíft heima hjá theim fyrir Pakistonum sagdi einn íslensku landnemanna grafalvarlegur á svip vid mig um daginn. Hvar sem Bretar byggja bae heima hjá sér er komin moska og arababúllur ádur en their vita af. Hér eru ekki kirkjur. Bara breskir og írskir pobbar. Og bjór. Og konan í búdinni veit ekki hvad Gazpacho er. Spánn! Hvar ertu?
Annars hef ég thad drullugott, ekki hafa neinar áhyggjur af mér. Barnvaent svaedi og gott ad vera med fjoskyldunni.

Lifid i fridi.