Ma og pa eiga 37 ára brúðkaupsafmæli í dag. Ef þau eiga 37 ára brúðkaupsafmæli, þýðir það að ég verð 35 ára á þessu ári. Hlýtur að vera einhver villa í þessu. Getur ekki verið. Mér líður eiginlega alltaf eins og ég sé tvítug og miða oft reikninga á aldri og tíma við það. Finnst t.d. alltaf að fólk sem er aðeins eldra en ég hljóti að vera í kringum þrítugt. Og að allir sem eru yngri en ég hljóti að vera í mesta lagi í menntó. Litli bróðir minn er í menntó. Litla barnið sem ég fékk í 16 ára afmælisgjöf er að verða 18 ára. Ó, nei, miðað við reikningana að ofan er hann að verða 19. Orðinn 18. Getur þetta verið?
Hlæ alltaf mikið að frómri setningu Höllu "frænku" sem sagðist hafa langað til að leggja lögreglumanninn sem stoppaði hana fyrir of hraðann akstur um árið, á brjóst. Skil alveg hvað hún var að fara. Horfi stundum á gaga (sbr. snagi/snagar - kemur frá Brodda sem kenndi mér sögu í menntó í fyrra eða þarna um árið...) og gellur á kaffihúsum með bjór og sígarettur og finnst þau hljóti að hafa verið að fermast í gær.
Annars er ég sátt við ákveðinn hluta af því að eldast. Ýmislegt sem er auðveldara en áður. Margt sem maður tekur af meiri rósemi. Einhvers konar þroski, hugsa ég. En ég er samt ekki á því að ákveða hvað ég ætli að verða eða neitt slíkt. Og endurtek að mér finnst ég yfirleitt tvítug. Bara aðeins betur tvítug en ég var fyrir tíu árum síðan (ókei þá: 14 og hálfu ári síðan).
Jæja, stóðið er komið heim. Það er eitt sem er skrýtið við að hafa elst, að maður sé orðin tveggja barna harðgift móðir. VÁ! Verð alltaf jafnhissa þegar ég hugsa um það.
Salut!
1.7.04
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- Það er ýmislegt í íslensku þjóðarsálinni sem fer í...
- Margur verður af aurum api. Ég held að við getum ö...
- Ég er komin á hjól og með sæti aftan á fyrir dóttu...
- Ég fékk þetta svar í tölvupósti frá vinkonu og ley...
- HÚSMÓÐIR UM HÚSMÆÐUR Ég var að lesa grein um bók s...
- Af hverju má fólk ekki vera eins og það er? Mér de...
- Fólkið í lífi manns hlýtur að vera það mikilvægast...
- Hún var nú skondin skrýtna fréttin í mogganum á la...
- Langt síðan heyrst hefur í mér en tjóar ekki að gr...
- Ég mætti á Bastillutorgið tíu mínútum fyrir tíu, b...
www.flickr.com
|
<< Home