19.6.08

álfar

Í nótt kom tannálfurinn til Sólrúnar með 2ja evru pening og skipti á honum fyrir tönn. Ég veit það, ég var þar.
Í morgun er lítil stúlka með tár á hvarmi, engin tönn en ekkert í staðinn. Hún er sannfærð um að litla músin (franski tannálfurinn er mús) hafi verið hrædd við kisuna sem hún sefur með. Ég er að bilast. Peningurinn er hvergi. Ekki bíllyklarnir heldur.

Lifið í friði.