mánudagsmorgunn í rúminu
Eini gallinn við að vinna í tölvunni uppi í rúmi með kaffibollann á náttborðinu er að ég á það til að fá sinaskeiðabólgu af því.Annað sem ber að varast á mánudagsmorgni í rúminu, áður en farið er að hita hafragraut, er að detta í lestur á uppskriftum. Garnagaulið yfirgnæfir hanagalið í Copavogure.
Sólin skín, fuglar tísta, trén bærast ekki í logninu. Maður gæti haldið að þetta yrði góður dagur. Ekki er þó útséð með það, rigningarspáin stendur víst. En ég fer samt með kampavínsflösku og glös í gönguferðina í dag. Við Íslendingar, kraftmikil, hraust, stolt af sögu okkar og menningu, látum ekki skítaveður á okkur fá. Við skálum bara á franskan máta í íslensku veðri eins og allt sé í fínasta lagi. Er ekki annars allt í fínasta lagi?
Lifið í friði.
<< Home