18.6.08

hestur í hverjum garði

Ef ég byggi á Íslandi, byggi ég líklega í Breiðholtinu því ég á ekki fyrir íbúð í "fínna" hverfi. Ef ég byggi á Íslandi einmitt núna, myndi ég alvarlega íhuga það að fá mér hest. Hvernig fer þegar fólk hættir að geta keypt bensín á bílinn? Á það þá bara að hætta að mæta í vinnuna, eða ganga úr Breiðholtinu niður í bæ? Væri hægt að kæra borgaryfirvöld fyrir slælegar almenningssamgöngur?
Þetta er alvörumál. Bensín mun hækka hratt á næstunni.

Annars er það af mér að frétta að ég á að mæta með bílinn í tryggingaskoðun á morgun. En ég finn hvergi lykilinn að honum. Það er líka orðið alvörumál. Ég notaði hann síðast á fimmtudaginn var.

Lifið í friði.