18.6.08

Er eðlilegt að stela?

Á dögunum benti Þórdís á viðtal í einhverju dagblaðanna þar sem leikkona segir frá því að hún skreyti íbúðina með fallegum blómum úr beðunum við Reykjavíkurtjörn eins og ekkert sé athugavert við það.
Og þetta má lesa í maí-hefti fría glansblaðsins HÚN (athugið að nafnið er líklega þjófnaður, nema keypt hafi verið leyfi af ELLE?): "Kínahverfið í New York er til dæmis sérlega góður staður fyrir konur í merkjaleit. Þar er hægt að fá glænýjar töskur frá öllum helstu tískuhönnuðum heimsins. Mikilvægt er að skoða töskurnar vel enda eru gæðin misjöfn og sami sölumaður getur verið með ódýrar eftirlíkingar og ósviknar töskur. Þær ósviknu komast oftast í hendur sölumanna í gegnum verksmiðjustarfsmenn sem smygla þeim út úr verksmiðjunum og selja þær ódýrt."
Eins og ekkert sé eðlilegra, bendir blaðakonan sem sagt á að sniðugt sé að geta keypt þýfi á götumarkaði í New York. Skyldu íslenskir verslunareigendur sem selja hátískuvörur hafa gert athugasemdir?

Lifið í friði.