Ég legg ekki meira á ykkur
Í dag er ég í fríi. Fríið byrjaði á því að ég var vakin fyrir kl. 9 með hringingu í gemsann. Meðan ég talaði hringdi hann aftur. Þessi tvö símtöl tengdust og málið leystist farsællega. Rútufyrirtækið sem ég hef skipt við árum saman hefur heldur betur náð að pirra mig tvo daga í röð.Svo er ég búin að svara nokkrum tölvupóstum sem ég hef látið sitja á hakanum. Nú er bara að fara yfir prógramm næstu viku, athuga hvort ég eigi að færa Versalaferð eða hvort ég eigi að lækka verðið gegn því að fá að taka börnin mín með út af verkfallinu og sitthvað fleira.
Mmm, hvað það er gott að eiga frí einn skitinn sunnudag og þar að auki hálf blörrí í kollinum eftir vökvun gærkvöldsins.
Og nei, ég vil ekki fá samúðarkveðjur. Ég er fullkomlega sátt við ástandið og þakklát fyrir alla þessa vinnu sem ég þó hef. Og svo þarf ég endilega að fara að skrifa um það hvers vegna kennararnir eru í verkfalli sí og æ, æ og sí, aldrei fá þau nóg af því. Ég styð þau heils hugar og skil í raun ekkert í þeim að fara ekki bara í almennilegt langt verkfall.
Lifið í friði.
<< Home