15.6.08

ég gæti

Ég gæti skrifað margt um frönsku familíuna mína, en eitthvað stoppar mig þó ég geti verið nokkuð viss um að þau geti ekki skilið skrifin. Maður veit aldrei.
En djöfull er ég samt nálægt því að afhjúpa sápuóperu uppskrúfaðrar búrgeisafjölskyldu frá París. Hommi sem dó úr eyðni, kona sem hélt framhjá og öll fjölskyldan á stanlausum símafundum út af því, ólétta hjá giftu pari en samt einhver óvissa með hvort á að halda eða eyða og aftur símafundatímabil og þó geymi ég það allra skrýtnasta.
Ég er ekki bara óþægilega meðvituð um hvað ég hef það gott heldur finnst mér ég líka stundum alveg hrottalega venjuleg og óspennandi manneskja.

Annars hef ég verið að lesa hjartnæm ljóð. Skil sum, ekki öll, alltaf gaman að kynnast nýjum skáldum, takk fyrir mig.

Lifið í friði.