21.3.08

óveður

Ég sé talað um kyrrð í Reykjavík en hér fýkur yfir hæðir.

Lenti í hinu ómögulega í dag, kirkjugarðurinn stóri var lokaður vegna veðurs. Hópurinn tók fréttunum með stillingu og við tókum bara smá krók um hverfið í staðinn. Jú, jú, það blæs en ekki finnst manni nú vera óveður.
Í plöntugarðinum var hins vegar allt galopið og fólk naut ilmsins frá blómstrandi trjánum. Ég þarf virkilega að fara að venja mig á að ganga með myndavélina á mér.

Ég hlakka til helgarinnar, súkkulaði er gott.

Ég kvíði framtíðinni, gengið er slæmt, ég er hrædd um að það hafi slæm áhrif á mitt gengi.

Lifið í friði.