20.3.08

bátur kona sími póstur

Hér er ekkert páskafrí, nema á mánudeginum. Í dag er enginn skírdagur, á morgun ekki langur dagur, bara venjulegir vinnu- og skóladagar. Ég er dugleg en aldrei nógu dugleg, virðist vera. Dagurinn í dag fór ekki í neitt mál- eða hljóðfræðistagl, því miður. Bara dagskrárgerð og annað stapp sem fylgir svoleiðis púsluspili. Og reyndar um 3 klukkustundir af blaðri í síma við vinkonur.

Í gær fór ég á tvö stefnumót, fyrst við bátaeiganda og bátinn hans, skrifa um það síðar, svo við íslenska konu og áttum við spennandi spjall til hálfeitt um nóttina, rauðvín og sígó fylgdu með.

Þó ég eigi í raun allt of marga vini, sem ég næ ekki að sinna sem skyldi, er alltaf gaman að kynnast meira af góðu fólki.

Lífið er stuð.

Lifið í friði.