19.3.08

Beverly og skúta

Mér datt einmitt Beverly Gray í hug. Þær bækur á ég ekki, því mamma átti þær ekki og ég fékk þær lánaðar hjá vinkonu hennar. Sú átti ekki til orð þegar ég skilaði þeim aftur, las allan flokkinn á einhverjum undravert skömmum tíma.

Jú, ég held að stutt sé í getraunaáhugann, er bara eitthvað svo þreytt og bissí að mér fannst eins og þetta hreyfði ekkert við mér.

Nú ætla ég að hafa mig til og fara París þvera og endilanga til að skoða skútu. Ég lifi nefninlega svo spennandi lífi, je ræt.

Lifið í friði.