19.3.08

sárið



Svona lítur litla stúlkan út í dag. Hún ber sig vel, er komin á stigið: Jess, það kom eitthvað hræðilegt fyrir mig og ég get sagt öllum frá því. Strax byrjuð að spá í það hvað krakkarnir segja í skólanum á morgun.
Hún sendi kærastanum sínum fyrsta tölvupóstinn núna rétt áðan. Það er mjög sætt bréf en birting hér væri líklega brot á trúnaði.

Kamillublómin bíða enn, ég sofnaði í sófanum áður en rauðvínsglasið var tómt, maðurinn minn segir að erfitt hafi verið að koma mér í rúmið, ég trúi honum en man lítið eftir því. Svefn er betri en andvaka.

Lifið í friði.