íslenskt altari
Í dag fór ég með hópinn stillta í eina af elstu kirkjum Parísar, á rue de Bagnolet, litlu gömlu þorpskirkjuna í Charonne.Síðast þegar ég kom þangað voru heilmiklar viðgerðarframkvæmdir. Það duttu örlítið af okkur andlitin þegar við sáum nýja altarið, engu líkara en íslenskur trendí innanhússhönnuður hafi verið hafður með í ráðum. Eins og ég sagði, var ég ekki með myndavél á mér en þið getið áreiðanlega ímyndað ykkur útlitið, hönnunina.
Lifið í friði.
<< Home